Forsíða Lífið Helga: „Ég veit ekki hvort kærastinn minn er hrifinn af mér“

Helga: „Ég veit ekki hvort kærastinn minn er hrifinn af mér“

Við fáum stundum senda pistla á tölvupóstfangið [email protected] og okkur barst nýverið þessi pistill frá Helgu. Hún hefur áhyggjur af því að nútímasamfélag sé enn að kenna strákum að vera tilfinningalega fjarlægir. Við gefum Helgu orðið.

„Ég og kærastinn minn kynntumst fyrir tveimur árum. Við vorum búin að vera kunningjar í smá tíma fyrst en svo urðum við hrifin af hvort öðru. Það byrjaði allt rosa vel og við vorum ástfangin mjög fljótt. Við vorum þetta krúttlega par sem allir elska að hata. Vorum með mikið af myndum af okkur saman á Facebook að knúsast og þegar við vorum ekki saman sendum við sms á milli bara svona krúttleg skilaboð einsog að við söknuðum hvors annars og „elska þig ástin mín“ og svoleiðis.

Eftir því sem tímin leið minnkuðu smsin og þegar við vorum búin að vera saman í svona 3 mánuði fór hann strax að vera fjarlægari og það var eins og hann gæti bara talað um tilfinningarnar sínar á mjög yfirborðskenndan hátt.

Mér þykir það oft óþægilegt en þar sem hann sagði stundum ég elska þig og svona þá hafði ég ekki áhyggjur en reyndi samt oft að fá hann til að tala um tilfinningarnar, sérstaklega þegar eitthvað bjátaði á, eins og þegar amma hans dó. En hann neitar alltaf bara að ræða um þessa hluti og spyr hvort ég er að reyna að breyta honum í kellingu.

Núna er hann ekki búinn að segja að hann elski mig í 2 mánuði og ég veit ekki hvort sambandið er búið.
Ég held að þetta sé bara það sem samfélagið kennir strákum að gera. Að tala ekkert um tilfinningar og loka þær inni og það er að eyðileggja samböndin þeirra vegna þess að til þess að kona geti fundið ást í sambandi þarf hún að ræða tilfinningar sínar!

Ég skora þessvegna á stráka að tala um hvernig þeim líður við kæró, það á eftir að breyta miklu!“