Forsíða Hugur og Heilsa Heili barna bregst eins við snjallsíma eins og heili fullorðinna við KÓKAÍNI!

Heili barna bregst eins við snjallsíma eins og heili fullorðinna við KÓKAÍNI!

Samkvæmt nýjum rannsóknum á heila barna (sjá myndband að neðan) – þá sést að noti þau snjallsíma – ánetjast þau – og bregðast eins við – líkt og fólk sem notar kókaín gerir. Snjallsíminn keyrir upp dópamínið í heilanum sem er alltaf líklegt til að valda fíknikenndri hegðun.

Börn á aldrinum 8-10 ára eyða að meðaltali 8 tímum fyrir framan tölvuskjá á dag – á meðan unglingar eru allt að 11 tíma fyrir framan skjáinn.

Ástæðan að þetta er uggvænleg þróun er að börn þurfa mannleg heilbrigð samskipti til að þroskast á eðlilegan hátt. Horfa í augu hvors annars þegar þau tala saman – og upplifa náttúruna í leik og skóla.

Það er mjög mikilvægt að vernda barnið fyrir þessum áhrifum.