Forsíða Lífið Heiða er ljósmóðir og deildi þessari mynd af sér – Hún hefur...

Heiða er ljósmóðir og deildi þessari mynd af sér – Hún hefur aðeins eina kröfu

Heiða B. Jóhannsdóttir er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og deildi mynd af sér á Facebook – ásamt þessum texta. Hún hefur hlotið mikið stuðning – enda sú sem sér að dýrmætustu stundir lífs okkar gangi snurðulaust fyrir sig.

Ég er Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Ég hef lokið 6 ára háskólanámi (360 ECTS).
Grunnlaunin mín ná ekki 500 þúsund krónum.
Ég er með LÆGRI laun sem ljósmóðir en þegar ég var ljósmæðranemi (hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun upp á eitt ár eða 60 ects einingar).
Það er EKKERT eðlilegt við þetta.
Ljósmæður eru nú í kjarabaráttu og hefur kjaradeilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Það er ósk mín og krafa að laun ljósmæðra verði leiðrétt og að ljósmæður fái laun í samræmi við menntun og ábyrgð.

Miðja