Forsíða Lífið Hann vaknaði með þetta RISA kvikindi á ANDLITINU!

Hann vaknaði með þetta RISA kvikindi á ANDLITINU!

Ég vakna stundum upp við það á nóttunni að ég er að kafna. Þá er það yfirleitt bara kötturinn sem hefur komið sér vel fyrir á andlitinu á mér og ég get auðveldlega fært hann.

Ástrali nokkur átti svipaða nema skelfilega mikið hræðilegri lífsreynslu á dögunum, sem hann deildi með lesendum vefsíðunnar Reddit.

Hann vaknaði við að eitthvað skreið yfir andlitið á honum og náði sökudólgnum í box.

Þetta er hin umtalaða Huntsman könguló en hún hefur undanfarin misseri verið að finnast hér og þar á ótrúlegustu stöðum.

Eins og til dæmis í þessum vínberja poka:

Og á þessari hurð:

Huntsman köngulærnar eru ekki eitraðar en það sem er svo herfilegt við þær er sú staðreynd að þær eru ekki NEITT hræddar við fólk og stökkva oft á það.

Guðunum sé lof fyrir kuldann á Íslandinu góða.