Forsíða Lífið Hann ók á stelpuna við Suðurlandsbraut 18 og keyrði í BURTU –...

Hann ók á stelpuna við Suðurlandsbraut 18 og keyrði í BURTU – Hún er úlnliðsbrotin, marin og bólgin og gisti á Landsspítalanum!

Hann Kristinn Hrafnsson póstaði færslu á Facebook þar sem að hann sagði frá hryllilegri frásögn. Bílstjóri ók á unga stúlku á móts við Suðurlandsbraut 18 – og keyrði af vettvangi. Hérna er statusinn:

,,Þú þarna bílstjóri sem ókst á ungu stúlkuna á móts við Suðurlandsbraut 18 um klukkan sex í dag. Ég er með skilaboð til þín. Þó að stúlkan hafi flogið undan bílnum þínum og skollið harkalega í götuna virtist hún ekki illa slösuð þegar ég kom að henni. Hún hafði fengið höfuðhögg, blæddi lítilsháttar, var marinn og hugsanlega brotin. Hún var með meðvitund en skelkuð og illa áttuð sem eðililegt er. Ég vona að ég hafi rétt fyrir mér og að hún nái sér fljótt. Þeir eru væntanlega að tryggja það núna á slysavarðsstofunni.
Það var hins vegar illfyrirgefanlegt af þér að keyra af vettvangi. Svona gerir maður ekki. Bara alls ekki. Ég vona að vitnin að slysinu geti gefið nægjanlegar upplýsingar um þig og ökutækið til að lögreglan hafi upp á þér. Ég skora samt á þig að hafa manndóm í þér til að gefa þig fram. Það mildar sök. Ef þú gerir það ekki ætla ég að vona að myndin af stúlkubarninu á flugi undan högginu frá þér muni verða það sem þú sjáir fyrir hugskotssjónum þegar þú leggur höfuð á koddann, á hverju einasta kvöldi það sem þú átt eftir ólifað.
Þessu má deila.
UPPFÆRT: Foreldrar stúlkunnar rita þetta, í athugasemd hér að neðan: „Hún er úlnliðsbrotin, marin og bólgin og gistir á barnaspítalanum í nótt. Mildi að ekki fór verr. Lögreglan kom til okkar á bráðamóttökuna og tilkynnti okkur að ökumaðurinn hafi gefið sig fram. Viðkomandi var ekki undir áhrifum. Við viljum þakka honum fyrir að hafa gefið sig fram við lögregluna. Við viljum einnig þakka frábæru starfsfólki spítalans fyrir að hugsa mjög vel um hana“.“

Við vonum að stelpunni líður betur sem allra fyrst!