Forsíða TREND Hann fékk sér fyllingu í varirnar þar til þær SPRUNGU – Ekki...

Hann fékk sér fyllingu í varirnar þar til þær SPRUNGU – Ekki fyrir viðkvæma! – MYNDIR

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 sýnir ýmsa misjafnlega gáfulega og girnilega raunveruleikaþætti. Þar á meðal þáttinn Body Fixers þar sem fólk getur leitað til sérfræðinga vegna fegrunaraðgerða sem farið hafa úrskeiðis.

Henry er einn af þeim sem birst hafa í þáttunum en efri vörin á honum sprakk – af því hann var búinn að láta sprauta í hana fyllingu oftar en einu sinni. Og oftar en tvisvar.

Henry segir að þegar maður byrji að fá sér fyllingar sé erfitt að hætta.

„Ég fékk mér fyllingar í varirnar og ég elskaði það. Og ég fékk svo mikla athygli að ég vildi bara meira og meira og meira. Einn daginn gekk ég of langt og búmm – vörin sprakk.“

Að sögn læknanna í þáttunum var þetta eitt versta tilfelli sem þeir höfðu séð þegar kemur að varafyllingum. En þeim tókst nú blessunarlega að laga varirnar á Henry, sem vill nú vera öðrum víti til varnaðar.