Forsíða TREND Hann er YNGSTI milljarðamæringur í heiminum – og Instagram síðan hans er...

Hann er YNGSTI milljarðamæringur í heiminum – og Instagram síðan hans er alveg í stíl við það! – MYNDIR

Fyrr á þessu ári þá nefndi Forbes hann yngsta karlkyns milljarðamæring í heimi og eins og þið sjáið þá er Instagram síðan hans alveg í stíl við það.

Maðurinn sem um ræðir er 25 ára nágranni okkar frá Noregi, sem heitir Gustav Magnar Witzoe – maður sem kann að njóta lífsins.

Og hvaða bransi gerir hann svona rosalega ríkan? Nú fiskeldi. Hann á helminginn í Salmar ASA, sem er eitt stærsta laxafiskeldi í heiminum – eitthvað sem hann fékk í 19 ára afmælisgjöf frá pabba sínum sem stofnaði fyrirtækið árið 1991.

Miðja