Forsíða Íþróttir Hann er 62 ára en með six-pack eins og hann sé tvítugur!...

Hann er 62 ára en með six-pack eins og hann sé tvítugur! – MYNDIR

Hann er 62 ára en með six-pack tvítugs manns. Lazaro Almanaras frá Ealing í London hefur verið í ræktinni í 37 ár.

Lazaro byrjaði í líkamsrækt eftir að hann missti barnið sitt. Á fyrsta árinu sínu var hann farinn að keppa og lenti í öðru sæti.

Síðan þá hefur hann unnið 12 titla í vaxtarækt. Hann þjálfar á hverjum degi, er einkaþjálfari og vinnur til 11 á kvöldin.

„Aldur er bara tala“ segir Lazaro og líklega fáir sem geta staðið jafn vel við það í verki!