Forsíða Umfjallanir Hamborgarafabrikkan er orðin 8 ára gömul – Taktu þátt í afmælisleiknum og...

Hamborgarafabrikkan er orðin 8 ára gömul – Taktu þátt í afmælisleiknum og þú gætir unnið iPad!

Hamborgarafabrikkan hefur síðastliðin 8 ár tekið á móti þúsundum afmælisbarna. Þess vegna þykir þeim hjá Fabrikkunni afskaplega gaman að eiga afmæli sjálf!

Í tilefni afmælisins hefur Fabrikkan blásið til afmælisleiks þar sem að viðskiptavinir Fabrikkunnar geta átt möguleika á að vinna glænýjan iPad með því taka þátt í afmælisleiknum. Birtu mynd af þér á Hamborgarafabrikkunni fyrir 15. maí með myllumerkinu #fabrikkan8ara. Þá ertu kominn í pottinn!

Og já – ef þú átt afmæli þann 9. apríl, eins og Fabrikkan, þá er þér boðið í afmælismáltíð (mundu bara að koma með skilríkin).

Við hjá Menn.is þökkum Hamborgarafabrikkunni fyrir síðustu 8 ár og munum snæða á Hamborgarastað allra landsmanna – um ókomna tíð!

Miðja