Forsíða Hugur og Heilsa Hafliði er fótalaus fyrir neðan hné – en FRAMFARIR hans veita öllum...

Hafliði er fótalaus fyrir neðan hné – en FRAMFARIR hans veita öllum innblástur!

haflidiHinn ungi Hafliði Hafþórsson vantar fætur fyrir neðan hné – en hann hefur ekki látið það stoppa sig í að ná árangri. Og spilar hann meðal annars fótbolta af fullum krafti í dag. Saga hans ætti að geta veitt flestum innblástur við að sigrast á hindrunum.

Það sem hefur hjálpað honum gríðarlega mikið eru tímar sem hann hefur sótt hjá Einar Carli Axelssyni í ár.

„Meðal annars getur hann nú sem hann gat ekki áður en hann kom til mín er: Djúpar hnébeygjur, framstig þar sem aftara hné snertir létt i jörð, sest niður og staðið upp án þess að nota hendur, staðið kyrr, hoppað a öðrum fæti í einu og fleira og fleira. Núna erum við að læra að sippa. Já ég sagði sippa“, sagði Einar um framfarir hins unga Hafliða, sem lætur ekkert stoppa sig við að uppfylla drauma sína. 

Móðir Hafliða, Ebba Guðný hefur fylgst með uppnuminn yfir árangrinum – og þrautseigju sonar síns.

„Hafliði er búinn að vera í einkatímum hjá Einari Carli í ár. Hann hefur tekið miklum framförum í liðleika og styrk. Einar er sniðugur að vekja áhuga hans á allskonar erfiðum teygjum með því að útskýra fyrir honum hversu miklu máli þær skipta fyrir fótboltann, sem er íþrótt sem Hafliði elskar.

„Einar bæði hvetur hann áfram og gefur honum engin grið, og Hafliða líkar það vel og finnur muninn sjálfur, sem er líka afar hvetjandi. Það minnkar meiðsl og eykur færni að hafa liðleikann og styrkinn með sér í liði. Einar telur fótaleysi Hafliða ekki eiga að koma í veg fyrir það að hann geri og geti það sem hann langar til, og það kennir hann Hafliða og æfir hann samkvæmt því.“

Það eru engar hindanir