Forsíða TREND Hætti að djamma og missti 25 kíló! – MYNDIR

Hætti að djamma og missti 25 kíló! – MYNDIR

Þegar Dan Davidson situr fyrir á nærbuxunum er ekki erfitt að ruglast á honum og knattspyrnustjörnunni Cristiano Ronaldo þegar hann var upp á sitt besta.

Þessi 26 ára kappi frá Bretlandi missti 25 kíló með því að taka til í mataræðinu, mæta í ræktina og hætta að drekka áfengi!

Dan var áður yfir 100 kíló, borðaði næstum því 6 þúsund kaloríur á dag og drakk flösku af Vodka hverja helgi. Hann viðurkennir líka að hafa verið kominn með svokallaða „man boobs“.

Eftir að hann heyrði til stúlku benda á hann og segja „þessi feiti“ sagði hann við sjálfan sig að nú væri komið gott af letilífinu. Hann hætti að drekka, reif sig í gang og keypti sér fæðubótarefni. Í stað þess að borða ruslfæði borðaði hann máltíðir sem voru ríkar af prótínum og í dag vigtast hann rúm 80 kíló.

Tveggja barna faðirinn var svo ánægður með árangurinn að hann fékk ljósmyndara til að taka nokkrar myndir af sér í nýja forminu. Hann tók meira að segja eina mynd með einkaþjálfaranum sem er jafnframt stolt kærasta hans.