Forsíða Íþróttir Gylfi gladdi íslenskan strák sem var lagður í EINELTI – Mamma hans...

Gylfi gladdi íslenskan strák sem var lagður í EINELTI – Mamma hans hefur aldrei séð hann svona hamingjusaman! – MYNDIR

Fótboltakappinn Gylfi Þór Sigurðsson er greinilega gull af manni eins og þessi Facebook færsla sýnir svo bersýnilega. 

Gylfi frétti af því að Gunnar Holger var lagður í slæmt einelti og setti sig í samband við móður hans því hann vildi hjálpa honum.

Það heppnaðist vægast sagt vel hjá honum þar sem að móðir hans hefur aldrei séð Gunnar svona hamingjusaman.

Geggjuð ferð að baki!
Í nóvember, í kjölfarið af fréttunum af Gunnari Holger, hafði Gylfi Þór Sigurðsson samband við mig. Hann vildi bjóða Gunnari á Everton leik, því honum þótti svo leiðinlegt að heyra hvernig þetta væri hjá Gunnari í skólanum.
Gylfi bauð okkur Gunnari til Liverpool á leik hjá Everton. Hann reddaði því líka að Gunnar fengi að koma á æfingarsvæðið hjá Everton að horfa á æfingu hjá þeim.
Eftir æfinguna þá kom Gylfi og spjallaði við Gunnar og Gunnar gaf honum innrömmuð fótboltaspjöld af sér. Gylfi áritaði takkaskónna hans Gunnars og landsliðsbolina okkar.
Daginn eftir var svo leikurinn og þvílík upplifun sem það var! Vorum í Sky Sports Studio boxinu, með mat og drykki eins og við vildum. 😳
Eftir leikinn þá vorum við Gunnar sótt upp í boxið og Gylfi spjallað við Gunnar, labbaði með okkur útá fótboltavöllinn og gaf honum treyjuna sem hann var í á leiknum, áritaða 😍
Gylfi sagði við Gunnar að hann þyrfti að vera oftar á leik hjá þeim því þeir unnu loksins. Gunnar heldur því fram núna að hann sé lukkudýr Everton, að hann þurfi að vera á öllum leikjum Everton og að liðið eigi hann.
Þetta var svo trufluð upplifun og geggjað að sjá Gunnar svona hamingjusamann.
Takk, takk, takk fyrir allt Gylfi. Takk, Gylfi, fyrir að gera barnið mitt að hamingjusamasta barni sem ég hef séð í langan tíma 💖