Forsíða Íþróttir Gunnar Nelson í viðtali við FOX Sports! – „Draumurinn væri TITILBARDAGI gegn...

Gunnar Nelson í viðtali við FOX Sports! – „Draumurinn væri TITILBARDAGI gegn Demian Mia“!

Gunnar Nelson hefur aldrei verið svona nálægt titilbardaga. Hann er í 9 sæti styrkleikalistans hjá UFC.

Gunnar Nelson var í viðtali við Fox Sports. Þar talaði hann um jiu jitsu snillinginn Demian Mia. En Gunnar tapaði á móti honum í desember 2015.

Myndaniðurstaða fyrir gunnar nelson demian maia

Demian Mia er búinn að vera nálægt titilbardaga í mjög langan tíma og margir eru brjálaðir yfir því að hann sé ekki búinn að fá titlibardaga þar sem hann hefur valtað yfir síðustu andstæðinga sína.

Mia er að fara keppa við Jorge Masvidal núna í maí og það er talað um að hann fái titilbardagann sinn ef hann sigrar hann.

„Mér finnst Mia eiga skilið að fá titilbardaga, mér finnst hann ekki einu sinni þurfa að keppa við Masvidal. Draumurinn minn er að Mia vinni beltið og ég fái að keppa við hann um það“. – Gunnar

Tyron Woodley er með beltið núna þar sem hann hélt því eftir tvo bardaga við undradrenginn Stephen Thompson.

„Mér finnst Mia vera sigurstranglegur en auðvitað getur allt gerst. Tyron er mjög höggþungur og gæti rotað Mia. Það er ekki mikil hætta fyrir Tyron standandi en ef þetta fer í jörðina verður hættan mjög mikil. Þetta er allt spurning um hvort Mia nái honum í gólfið og ég held að hann eigi eftir að gera það“. – Gunnar

Myndaniðurstaða fyrir gunnar nelson demian maia