Forsíða Íþróttir Gunnar mætir Gilbert Burns í búrinu í Kaupmannahöfn – Okkar manni spáð...

Gunnar mætir Gilbert Burns í búrinu í Kaupmannahöfn – Okkar manni spáð naumu tapi skv. Betsson

Nú líður að því að Gunnar Nelson stígi inn í búrið enn á ný. Það verður í Kaupmannahöfn þann 28. september næstkomandi.

Upphaflega átti Gunnar að mæta Thiago Alves sem heltist úr lestinni – en í hans stað kemur hinn mæti meistari Gilbert Burns.

MMA: UFC Fight Night-Miami- Burns vs DavisÍ síðasta bardaga var Gilbert líka fenginn inn með stuttum fyrirvara og vann hinn þá ósigraða Alexey Kunchenko.

Gunnar aftur á móti hefur átt brösugt gengi í síðustu þremur bardögum. Hann tapaði á dómaraúrskurði fyrir Leon Edwards í mars. Sá ósigur kom eftir að hann hafði unnið Alex Oliveira í desember 2018, en þar áður verið rotaður af Santiago Ponzinibbio í júlí 2017.Hnémeiðsli hafa svo sett strik í reikninginn líka.

Nú er hins vegar að vanda allt undir hjá Gunnari sem er spáður ólíklegri sigurvegari í bardaganum með stuðul upp á 2,03 á móti 1,79 á Gilbert. Sjá nánar HÉR

Nú er bara að vona það besta – og styðja okkar mann til sigurs!