Forsíða Bílar og græjur Guðrún er með rosalega frásögn – Aðeins EITT atriði bjargaði henni frá...

Guðrún er með rosalega frásögn – Aðeins EITT atriði bjargaði henni frá að keyra niður ungan dreng

sjukrabill_logregla_640_1Hér er texti sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar – og er virkilega eitthvað sem ætti að vekja alla til umhugsunar um akstur og síma.

Það er margt að varast í umferðinni og hætturnar gera ekki boð á undan sér eins og við vitum. Þetta fékk Guðrún Daníelsdóttir að upplifa, en hún skrifar um þessa reynslu sína á fésbókina. Hún veitti okkur góðfúslegt leyfi til að birta skrifin enda teljum við þau eiga erindi til allra.

Ég keyrði næstum því á barn. Þá meina èg næstum því. Klukkan var korter í átta og ljósaskipti. Èg keyrði á 50 km hraða og alltí einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfu laus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem èg sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig. Èg hef aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami minn bremsaði. Bílbeltið þrýsti mèr niður og hausinn sveigði framm eins og hefði ekið á vegg. Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur.

Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Èg hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu fyrirgefðu fyrirgefðu. Eftir smá stund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur. Èg keyrðu áfram fann bílastæði og beið eftir að skjálftinn í líkama mínum hvarf.

Akkúrat þessa stund var èg ekki að tala í símann, èg var ekki að senda SMS, èg var ekki að fletta í contöktum og èg var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Èg náði að stoppa í tíma.

Èg verð að viðurkenna að það var heppni. Èg er alltof oft að gera eitthvað annað meðan èg er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti èg erfitt með að sofna. Èg sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því èg áttaði mig á því að þetta hefði getað farið ver. Hefði èg verið í símanum þá ……guð minn góður. Aldrei aftur.