Forsíða Lífið Gömlu pókemon spilin þín gætu gert þig að milljónamæringi!

Gömlu pókemon spilin þín gætu gert þig að milljónamæringi!

Heil kynslóð fólks eyddi stórum hluta æskunnar í söfnun pókemon spila. Í dag eru þessi spil mörg hver mikils virði og sum eru að seljast fyrir fúlgur fjár á Ebay.

Sum spilin geta verið nokkur hundruð þúsundakróna virði og þar sem Ebay er uppboðssíða á verðið það til ða rjúka upp mjög fljótt eins og sjá má á þessari mynd.

Hér er eitt spil komið upp í tæpar 350 þúsund krónur.

Fyrstu spilin sem gefin voru út á árunum 1999 til 2000 eru verðmætust og þú getur komist að því hvort þú átt slíkt spil með því að leita að stimplinum sem sjá má fyrir miðju vinstramegin á spilinu vinstra megin. 

Einungis 15 „Raichu“ spil voru framleidd svo það er ólíklegt að þú lumir á einu svona.

Þetta „Mew“ spil er 20.000 króna virði.

Ef þú átt spil sem þig langar að koma í verð er best að fara á Ebay og kanna hvort einhver er að selja samskonar spil og sjá þannig hvers virði það er.