Forsíða Lífið Glódís Tara er ekki sátt við íslensk yfirvöld – ,,Okkur var lofað...

Glódís Tara er ekki sátt við íslensk yfirvöld – ,,Okkur var lofað að minnisbókin yrði rannsökuð!“

Hún Glódís Tara er skiljanlega ekki sátt við svör yfirvalda þegar kemur að þessu máli – og það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hversu oft sambærilegar aðstæður hafa komið upp í íslenskum rannsóknum.

Ég fæ ekki oft martraðir á nóttuni en í gær vaknaði ég upp í kvíða vegna einnar slíkrar ..
Í martröðini var maður úr fortíð minni að elta mig hvert sem ég fór

Í dag sé ég frétt um þennan sama mann
Hann var með skrá yfir 335 unglingsstelpur
Ég var ein af þeim sem var á þessari skrá.

Í þessari skrá eru stelpur sem líklegt er að hann hafi brotið á alveg eins og hann braut á okkur sem stigum framm síðasta sumar þegar hann fékk uppreist æru og sögðum okkar sögu.

Okkur var lofað að minnisbókin yrði rannsökuð!

Nú hefur rannsókn verið hætt

„Rannsókn var hætt þann 17. apríl síðastliðinn, annarsvegar þar sem ekki var að finna vísbendingar um að brot hafi verið framin og hins vegar vegna þess að ef um brot hafi verið að ræða þá voru þau fyrnd“

#höfumhátt