Forsíða Hugur og Heilsa Getum við breytt myndunum okkar eins og stjörnurnar? – TILRAUN

Getum við breytt myndunum okkar eins og stjörnurnar? – TILRAUN

Það hafa komið upp ótal tilvik þar sem heitustu stjörnurnar hafa verið gripnar glóðvolgar við að breyta myndunum sínum áður en þær deila þeim á Instagram.

Allt saman byrjaði þetta þegar Kim Kardashian deildi þessum myndum með vinkonu sinni Blac Chyna fyrir um það bil 15 mánuðum síðan:

Og það þurfti engan sérfræðing til þess að sjá að eitthvað var bogið við þetta …

Skakkir hurðakarmar … einhver?

En í kjölfarið á photoshop-slysinu hjá Kim komu upp fleiri dæmi hjá vinkonum hennar Beyoncé, Miranda Kerr og fleirum.

And Kim's apparently altered photos seemed to pave the way for other celebs, from Beyoncé to Miranda Kerr, and Lindsay Lohan to seemingly do the same.

En atvikin eru að sjálfsögðu svo miklu fleiri. Þar sem við tökum ekki eftir neinu.

En stundum má sjá mun á ljósmyndunum sem stjörnurnar birta á Instagram og myndunum sem ljósmyndarar birta:

Instagram hjá Kim.
Myndin sem birtist frá ljósmyndara.

Og aftur hér:

It happened again here.

Og trendið hættir ekki á meðan allir halda áfram …

… Og mynd sem er tekin af ljósmyndara sama dag:

... And ones taken by the paparazzi.

Nú hefur komið í ljós að margar stjörnur eru að nota smáforrit fyrir snjallsíma sem kallast ‘Facetune’ til þess að breyta myndunum sínum.

Hvort sem það er til þess að grenna, mýkja eða filtera myndir.

Svo okkur datt í hug, ætli við getum gert þetta líka?

Það sem ég gerði var að festa kaup á appinu og fékk að mynda hana Bylgju Babýlóns vinkonu mína.

Bylgjababýlóns

Þegar ég byrjaði að ‘photoshoppa’ þá leið mér eins og nú væri ég að gera hana sæta …

bylgjaphotoshop

En það gekk ekki alveg jafn vel og ég hafði vonast eftir …

En stjörnurnar nota líka sambærileg forrit fyrir andlitið á sér. Til þess að mýkja, grenna og gera allt glansandi fínt.

Sönnunargagn A

Sönnunargagn B

Svo ég gerði það sama og er nokkuð stoltur af árangrinum: Bylgja Kardashian!
bylgjaphotoshop2
Niðurstaða rannsóknarinnar: Við getum breytt okkur gífurlega með kröftum tækninnar án þess að hafa mikið fyrir því. En þrátt fyrir það, þá hugsa ég að mér líki betur við Bylgju eins og ég þekki hana.