Forsíða Lífið Georg er með 3 sm langan lim – „Hélt ég væri einn...

Georg er með 3 sm langan lim – „Hélt ég væri einn í heiminum“

Einkennið Hypospadias er það kallað það þegar menn fæðast með lim sem er ekki lengri en 5cm.

Yfirleitt er limurinn í kringum 2-3 cm hjá mönnum sem þjást af Hypospadias og það er yfieitt greint þegar börn eru nokkurra mánaða gömul.

Einkenninu fylgja vandamál við þvaglát en þvagrásin liggur oft þannig að þvagið kemur út á hlið limsins og þar af leiðandi er ekki inn í myndinni að pissa sitjandi.

Þannig er málum hátta með Georg Jensen var greindur með einkennið þegar hann var 62 ára gamall. Hann hafði áður leitað til þvagfæra sérfræðings sem greindi hann ekki heldur umskar, sem gerði vandamálið bara verra.

Georg eignaðist tvö börn með konu sinni en þau skildu svo. Hann segir að hún hafi að lokum gefist upp á því hve lélegt kynlíf þeirra væri.

Georg talar opinskátt um þetta vandamál í dag til þess að hvetja aðra menn í sömu stöðu til að leita sér hjálpar í stað þess að falla í þunglyndi og tilgangsleysi.

Hér má sjá myndband þar sem útskýrt er hvað Hypospadias er.