Forsíða Hugur og Heilsa Gengur þér illa að sofna? – Erla sýnir að þú ert ekki...

Gengur þér illa að sofna? – Erla sýnir að þú ert ekki ein/n um það – Íslendingar eiga heimsmet í svefnlyfjum!

Group of tired school children at a classroom. Education.

Hvað veist þú um mikilvægi svefns og áhrif hans á streitu? – Erla Björnsdóttir hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Erla talaði um heilsu á viðburðinum Bara það besta 2018 – og þar komu fram tvær alvarlegar staðreyndir.

Fyrir það fyrsta eigum við Íslendingar heimsmet þegar kemur að notkun svefnlyfja. Átta milljón skammtar voru skrifaðir út á metárinu.

Í öðru lagi virðist vandinn ekki vera einangraður við foreldra.

„Og það sem er líka kannski áhyggjuefni er að við erum að sjá gríðarlega aukningu í svefnlyfjum hjá börnum, þarna hugsar maður: Hvað með skjátímann? Hvað eru börnin að borða? Eru þau að hreyfa sig? Hvað með koffínneyslu? Við erum ekkert að taka á þessum þáttum, bara ef þau sofna ekki, þá erum við að gefa þeim lyf.“ sagði Erla.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er aukasýning á Bara það besta – sjá HÉR!

Miðja