Forsíða Húmor Gellir laug að mömmu sinni að hann væri kominn í hollustuna –...

Gellir laug að mömmu sinni að hann væri kominn í hollustuna – En mömmur fatta allt! – MYND

Gellir Michaelsson er mikill spekingur og flippköttur og veit ýmislegt sem aðrir vita ekki um mömmur. Hann deildi visku sinni með Fésbókarvinum sínum og okkur á Menn.is fannst það svo fyndið að við urðum hreinlega að deila því áfram:


 

„Ég kom inn áðan og hélt á mjólk sem ég hafði keypt út í búð, mamma og pabbi sjá mig labba inn með mjólkina og þá segir mamma: „Hvað ekkert montein dew eða gos?“

Þá segi ég „Nei nei mamma ég er komin í hollustuna,“

þá heyrist í pabba „Kominn tími til! Ánægður með þig!!“ Þá var mamma ekki lengi að svara „kjaftæði þú ert ekki að fara borða páskaeggið mitt með þessari mjólk“.

Boðskapur sögunnar er að þú átt aldrei að ljúga af mömmum þær fatta alltaf allt“.

 

Síðan deildi Gellir þessari mynd og skrifaði við hana: „En það sem mamma sér ekki, getur ekki skaðað hana“.

19120_10204144102904693_8595735949699398378_n