Forsíða Afþreying Geirþrúður sá mann hreinsa trjábeð í Mjóddinni – Forvitni hennar var vakin...

Geirþrúður sá mann hreinsa trjábeð í Mjóddinni – Forvitni hennar var vakin og svarið snerti hjarta hennar

Geirþrúður Sigurðardóttir var niðri í Mjódd þegar hún sá mann var að hreinsa og þrífa trjábeð. Forvitni hennar var vakinn og hún ákvað að spyrja af hverju. Svörin komu henni skemmtilega á óvart.

Sá mann í dag sem var að hreinsa og þrífa trjábeð á torginu fyrir sunnan göngugötuna í Mjódd, þetta vakti forvitni mína því þetta er ákaflega sjaldséð hér, svo ég heilsaði honum og spurði hvort hann væri á vinna á vegum borgarinnar?

Nei, hann sagðist stöku sinnum fá að borða hjá Hjálpræðishernum (sem er þarna á horninu) og hann væri að þakka fyrir sig með þessari sjálfboða vinnu.

Vel gert hjá honum.