Forsíða Hugur og Heilsa Gamall trukkabílstjóri hætti starfi sínu til að gerast förðunarfræðingur – „Þú verður...

Gamall trukkabílstjóri hætti starfi sínu til að gerast förðunarfræðingur – „Þú verður að elta drauma þína!“

Hinn 60 ára gamli Raúl Santiago er faðir og afi sem er búinn að vera trukkabílstjóri alla ævi, en hann ákvað að hætta starfi sínu til að gerast förðunarfræðingur.

Raúl elskar víst förðun og þetta hefur verið draumur hjá honum lengi, draumur sem hann ætlar loksins að elta – en hann var að útskrifast með diplómu í förðunarfræði.

„Á fyrsta degi þá var Raúl of taugaóstyrkur til að snerta fyrirsæturnar, því hann var hræddur um að meiða þær með stóru, grófu höndunum sínum. En á þriðja degi þá var hann að monta sig af blöndunarhæfileikum sínum,“ sagði kennari hans.

„Ég er ekki hræddur við áskorarnir,“ sagði Raúl „ég hendi mér bara í djúpu laugina og læri þannig að synda.“

Við hjá menn.is erum þvílíkt ánægðir með hann Raúl – mann sem er ekki hræddur við að elta drauma sína og lætur fordóma samfélagsins ekki stoppa sig.

Vel gert!