Forsíða TREND Fyrirtæki í Bretlandi verður með manneskju á LAUNUM við að stunda sjálfsfróun!

Fyrirtæki í Bretlandi verður með manneskju á LAUNUM við að stunda sjálfsfróun!

Áhugasvið fólks er á mismunandi stöðum og það er eitt af því sem að gerir okkur öll öðruvísi. Sumir vilja starfa í rólegu umhverfi á meðan aðrir sækjast eftir spennu í sínu starfi.

Verslun í Bretlandi sem selur hjálpartæki ástarlífsins auglýsti á dögunum eftir manneskju í mjög sérstakt starf. Manneskjan sem fær þetta starf mun þurfa að prufa græjurnar, undirfötin og annað dót sem búðin er að selja og gefa þessu svo einkun.

Launin verða 310 þúsund fyrir að vinna 5 daga í viku. Tveir af þessum fimm dögum verða heima hjá manneksjunni þar sem hún á að prufa búnaðinn og annað og hinir þrír verða í búðinni þar sem hún mun þurfa að gera myndbönd og tala um búnaðinn. Segja frá kostum og göllum ásamt því að gefa einkun.

Það verður aldrei sýnt í myndböndunum þegar það er að prufa búnaðinn heldur bara þegar manneskjan er að tala um hann. Er þetta vinnan fyrir þig?