Forsíða Lífið Fyrir tilstilli árvökuls Íslendings náðist að handsama PIN svikarana – Lögreglan varar...

Fyrir tilstilli árvökuls Íslendings náðist að handsama PIN svikarana – Lögreglan varar við svona svikum í kjölfarið!

Það var árvökull Íslendingur sem varð til þess að PIN svikararnir náðust loksins, sem sýnir okkur mikilvægi þess að hafa augun opin og fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur.

Í kjölfarið á þessu máli þá vill lögreglan vara sérstaklega við svona svikum og hvetur okkur öll til að gæta að okkur þegar við sláum inn PIN-númer og passa að geyma þau ekki með kortunum okkar.


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn á föstudag, sem voru grunaðir um þjófnað og fjársvik í nokkrum málum í umdæminu á síðasta ári. Það var fyrir tilstilli árvökuls borgara sem mennirnir voru handteknir núna, en málin sem um ræðir snúa öll að kortaþjófnaði þar sem hinir óprúttnu aðilar komust jafnframt yfir PIN-númer viðkomandi og náðu að taka út peninga af reikningum þeirra. Þremenningarnir, sem eru allir erlendir ríkisborgarar, voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð og liggur fyrir játning í málunum. Í þágu rannsóknarinnar var framkvæmd húsleit á dvalarstað mannanna, sem og í bifreið sem þeir höfðu til afnota.

Vegna þessa vill lögreglan ítreka að fólk gæti að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og enn fremur að geyma ekki upplýsingar um PIN-númer með greiðslukortum.