Forsíða Hugur og Heilsa Fylgdu þessum 7 skrefum til þess að búa til hinn fullkomna rass!

Fylgdu þessum 7 skrefum til þess að búa til hinn fullkomna rass!

ass

Rass þetta og rassinn hitt … Það virðist allt snúast um rassa þessa daganna. Takk Kim Kardashian!


 

Hvort sem þú ert blessuð með kirsuberjabossa eða bölvuð með rassi sem er einfaldlega ekki til staðar – Þá hafa rassasérfræðingarnir á Elite Daily deilt með okkur 6 ráðum til þess að öðlast ‘rass drauma þinna,’ eins og þeir segja sjálfir frá.

Við á Menn.is tókum okkur svo það bessaleyfi að bæta 7. atriðinu við á listann.

Fyrst og fremst skiptir máli að lyfta og lyfta almenninlega!

Hnébeygjan er alltaf góð en sérfræðingarnir á ED segja okkur að æfingarnar fjórar hér fyrir neðan séu það sem við eigum að vera að einbeita okkur að.


 

*Fyrir allar æfingarnar á að æfa eins og þungt og viðkomandi ræður við og milvægt er að kreista rassinn og lærin í hverri hreyfingu.

1. Framstig með lóðum

Skref eitt:

Skref tvö:

Hvort sem þú notar handlóð í sitthvorri hendi eða stöng sem þú setur á bakið – Reyndu að gera u.þ.b. 10-12 endurtekningar á hvora löpp. Stór skref, brjóstin upp og aftara hnéið á að fara næstum því alveg í jörðina í hverju skrefi.


2. Súmó hnébeygja

Skref eitt:

Skref tvö:

Haltu á þungu handlóði eða ketilbjöllu og stattu með breitt bil á milli lappanna (tærnar út). Beygðu þig eins djúpt og þú kemst með 10-15 endurtekningar.


3. Sparkaðu aftur á bak

Skref eitt:

Skref tvö:

Notaðu kapal eða sambærilegt tæki (finnst í World Class til dæmis). Þú æfir aðra löppina í einu, beygir hnéið örlítið og sparkar aftur fyrir þig. Reynir að ná hælnum eins hátt og þú getur og kreistir rassinn uppi. 10-15 endurtekningar á hvora löpp.


4. Mjaðmastungur

Skref eitt:

Skref tvö:

Leggstu með axlirnar og hnakkann á bekk með mjaðmirnar. upp – Og leggðu stöng ofan á. Haltu þyngdinni á hælunum og þrýstu mjöðmunum upp og niður. Reyndu að ná 10-15 endurtekningum með hæfilega þyngd. Mundu að kreista rassinn í hverri endurtekningu.


5. Brennsla

Þú átt eftir að elska þetta: Ekki hlaupa! Gleymdu því …

Hefur þú einhverntíman séð hlaupara með stóran rass? Löng hlaup á sama hraða eiga ekki eftir að gera neitt fyrir þig nema éta í burtu vöðvanna sem þú ert búin að byggja.

Einbeittu þér þess í stað að mjög kröftugum en stuttum sprettum, labbi í brekku eða stigatækinu. Hljómar það ekki bara vel?


6. Mataræði

Síðast en ekki síst, þú verður að borða rétt til þess að geta byggt vöðva – Eða til þess að það sjáist eitthvað í þá!

Í grófum dráttum vantar þig góð kolvetni, góða fitu og prótín!

BÓNUS:

7. Eða bara ekki

Eða þú getur bara sleppt þessu öllu saman og verið með þinn rass. Hefur hann ekki verið að vikra ágætlega?