Forsíða Lífið Fundu hvort annað aftur 75 árum SÍÐAR – Urðu ástfangin í seinni...

Fundu hvort annað aftur 75 árum SÍÐAR – Urðu ástfangin í seinni heimsstyrjöldinni! – MYNDIR

KT Robbins og Jeannine Ganaye fundu hvort annað eftir 75 ára aðskilnað og eru jafn ástfangin og þau voru í seinni heimsstyrjöldinni.

Hinn bandaríski KT Robbins var 24 ára gamall þegar hann barðist gegn nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.

KT var staðsettur í franska bænum Briey árið 1944 og þar kynntist hann hinni 18 ára gömlu Jeannine Ganaye sem bjó í bænum.

Ást þeirra var heit og sterk, en tveim mánuðum síðar þá þurfti KT að fara á austur víglínuna og þau urðu aðskilin.

Þau vissu ekki hvort að KT myndi lifa þetta af, en KT sagðist ætla að reyna finna hana eftir stríðið ef hann væri enn á lífi. En því miður þá fann hann hana ekki áður en hann varð að fara aftur til Bandaríkjanna.

Þar giftist hann annarri konu sem hann var giftur í 70 ár áður en hún féll frá og Jeanine giftist öðrum manni og þau eignuðust 5 börn saman.

Á minningarathöfninni sem var haldin í Frakklandi í tilefni af því að það voru liðin 75 ár síðan D-Day átti sér stað, þá fundu þau hvort annað á fallegan máta.

KT hafði alltaf geymt gamla svarthvíta mynd af henni Jeannine sem hann tók með sér á austur víglínuna og þegar að fréttamenn á minningarathöfninni spurðu hann hvernig tilfinningin væri að vera kominn aftur til Frakklands þá sýndi hann þeim myndina og sagði þeim söguna um konuna sem hann hefði misst af.

Fréttamennirnir höfðu upp á Jeannine í kjölfarið og sögðu KT frá því hvar hún væri.

KT rauk af stað á elliheimilið sem Jeannine býr á og þar komust þau að því að ástin þeirra hafði í raun aldrei dáið og deildu meira að segja innilegum kossi fyrir framan myndavélarnar.

„Ég hélt að myndin væri það eina sem ég átti eftir af henni – ég var viss um að hún væri dáin.“ sagði KT. Hann átti ekki til orð yfir það hversu hamingjusamur hann var.

„Ég hef alltaf elskað þig, þú hefur aldrei horfið úr hjarta mínu“, sagði KT og táraðist í endurfundinum.

Jeannine táraðist með honum og spurði af hverju hann hefði ekki komið aftur. „En nú ertu loksins kominn“, sagði hún. Þau hétu því á staðnum að ætla finna leið til að eyða það sem eftir væri af ævinni saman.

Þetta kallar maður sanna ást!