Forsíða Umfjallanir Frábær leið til að styðja við umhverfið – Kolefnisjafnaðu eldsneytiskaupin þín með...

Frábær leið til að styðja við umhverfið – Kolefnisjafnaðu eldsneytiskaupin þín með Orkulyklinum!

Umhverfismál eru eitt af því mikilvægara sem mannkynið glímir við þessa dagana – og er gott að vera umhugað um sitt kolefnisspor. Orkan býður nú viðskiptavinum sínum upp á að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín. Og það er mjög einfalt!

1. Opnaðu á umhverfisvænni eldsneytiskaup með Orkulyklinum
Breyttu Orkulyklinum eða -kortinu á orkan.is og byrjaðu strax að kolefnisjafna eldsneytiskaupin.

2. Afslátturinn fer í kolefnisjöfnun
Að skráningu lokinni verður 7 kr. afslætti af hverjum lítra ráðstafað í kolefnisjöfnun í hvert skipti. Umframafsláttur fer í þinn vasa.

3. Votlendissjóðurinn kolefnisjafnar þitt framlag
Orkan skilar framlagi þínu til Votlendissjóðsins sem nýtir fjármunina til endurheimtar votlendis. Þannig drögum við samstundis verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

4. Leggjumst öll á eitt og bætum umhverfið
Með því að stunda kolefnisjöfnun hjá Orkunni leggur þú þitt lóð á vogar- skálarnar í baráttunni gegn þeirri miklu vá sem stafar af hlýnun jarðar.