Forsíða Lífið Foreldrar verði ákærðir fyrir að kaupa ofbeldisleiki fyrir börn sín!

Foreldrar verði ákærðir fyrir að kaupa ofbeldisleiki fyrir börn sín!

Tölvuleikir eins og Call of Duty og Grand Theft Auto hafa frá fyrsta degi verið umdeildir og því hefur lengi verið haldið fram að þeir hvetji ungt fólk til ofbeldisverka. Nú hafa yfirvöld hið ytra gefið það út að þeir foreldrar sem kaupi leikinn handa börnum undir 18 geti átt það á hættu að vera ákærðir.

Leikirnir eru bannaðir börnum undir 18 ára en kennarar yngstu deilda í grunnskólum hafa þungar áhyggjur af því að börnin séu að spila þessa leiki og segjast sjá breytingar í hegðan þeirra barna sem fái að spila slíka tölvuleiki.