Forsíða Bílar og græjur Fólki BLÖSKRAR hegðun 5 stráka við Fellsmúla – Vespur ekki alveg fyrir...

Fólki BLÖSKRAR hegðun 5 stráka við Fellsmúla – Vespur ekki alveg fyrir svona marga – MYNDBAND

Fólki blöskraði verulega þegar að VÍS setti þetta myndband inn á Facebook síðuna sína í gær.

Enda er umræðuefnið „sjáið hversu illa æska okkar hegðar sér“ eitt vinsælasta umræðuefnið í mannkynssögunni, alveg frá tíma Sókratesar.

Vissulega má alltaf bæta, laga og gera betur – en hver kynslóð virðist vera sannfærð um að kynslóðin sem tekur við þeim sé upp til hópa ekki merkileg, sem ætti þar með að dæma sig sjálft.

Það er ekki þar með sagt að strákarnir hefðu átt að gera þetta – en fordæmingar, yfirlýsingar og alhæfingar eru aldagömul viðbrögð sem þjóna engum tilgangi.

„Fimm á vespu“ hljómar í fyrstu eins og skemmtileg ævintýrasaga frá Enid Blyton en gæti hæglega verið íslensk smásaga í grimmum raunsæisanda enda stórhættulegt er að vera svo mörg og hjálmalaus á vespu.
Við fengum þetta myndskeið sent til okkar sem sýnir fimm ungar sálir á einni vespu. Fyrir utan að vera augljóslega hættulegt og ólöglegt þá getur slík hegðun ógilt tryggingar í F plús sem ná yfir létt bifhjól í flokki I.
Við tókum saman reglur sem oftast er farið á svig við og hvetjum alla til að kynna sér þær: http://bit.ly/fimmávespu

Miðja