Forsíða Hugur og Heilsa Fólk sem tekur SELFÍS í ræktinni á við geðræn vandamál að stríða...

Fólk sem tekur SELFÍS í ræktinni á við geðræn vandamál að stríða – Samkvæmt þessari rannsókn!

Ertu ítrekað að góma þig við að taka sjálfsmynd í ræktinni? Rannsókn bendir til þess að fólk sem finnur sig knúið til að deila sjálfsmyndum af sér í ræktinni eigi við geðræn vandamál að striða.

Við könnumst öll við fólk sem stundar þetta grimmt, fólk sem virðist þurfa á því að halda að allir viti að þau séu í ræktinni.

Háskólinn í Brunel gerði rannsókn á fólki sem tekur „selfís“ í ræktinni og komust þau að þeirri niðurstöðu að fólk sem montar sig af líkamsrækt sinni þjáist yfirleitt af sjálfsupphafningar persónuleikaröskun (narcissistic personality disorder).

Þetta fólk þráir að fá athygli á samfélagsmiðlum, athygli í formi „læka“ og athugasemda.

Fólk með sjálfsupphafningar persónuleikaröskun setur líka meira magn af „statusum“ á síður eins og Facebook og er almennt virkara en aðrir notendur. Þetta fólk notar Facebook til þess að monta sig af þeim árangri sem það hefur náð í líkamsrækt.

Rannsóknin sýndi einnig fram á að fólk með þessa röskun skrifar meira um samband sitt við maka sinn á opinberum vettvangi eins og t.d. á Facebook.