Forsíða Hugur og Heilsa Fólk sem er alltaf SEINT er líklegt til að vera kreatívara og...

Fólk sem er alltaf SEINT er líklegt til að vera kreatívara og afslappaðara

Ef þú ert ekki ein/n af þeim sem er alltaf sein/n, gefurðu þér líklega svigrúm til að pirra þig smá á þeim sem eru það. Óstundvísi er gríðarlega óvinsæl iðja – sér í lagi í skóla og vinnu. Að vera of seinn, í hinum vestræna heimi, er tengt við dónaskap og ófagmennsku. En hver er sannleikurinn?

Að vera seinn er ekki merki um óvirðingu

Staðreyndin er að við ættum að hætta að skamma fólk fyrir að vera seint. Óstundvísi þýðir ekki að fólk sé í letikasti, gæti jafnvel þýtt að það sé mjög upptekið. Að múltítaska getur látið tímaskynið hreinlega hverfa.

Rannsókn sem gerð var og skipti fólki í tvo hópar eftir persónuleikum: A og B týpur. Á meðan fyrri hópurinn var metnaðargjarn og óþolinmóður, þá var seinni hópurinn, slakur og kreatívur. Þannig ef þú ert sein/n þá bendir það til þess að þú sért í seinni hópnum.

Rannsókn sem sýnir að hóparnir tveir hafi alveg ólíka skynjun á tíma: eftir mínútu áttu einstaklingarnir að giska hvað mikill tími væri liðinn. Fólk sem var skilgreint sem A týpa giskaði á 58 sekúndur á meðan þeir sem voru í B – töldu að 77 sekúndur hefðu liðið.

Þannig þótt að þú hafir mætt seint – þá ertu ekki dónalegur – heldur bara kreatívur og afslappaður!