Forsíða Hugur og Heilsa Fólk sem er alltaf að leiðrétta stafsetningavillur er líklegra til að vera...

Fólk sem er alltaf að leiðrétta stafsetningavillur er líklegra til að vera „fífl“ – Rannsókn

Lendirðu í því að einhver er alltaf að leiðrétta stafsetningavillur sem þú eða aðrir gera? Nú hafa vísindin gengið með okkur í lið – þessir sjálfskipuðu stafsetningakennarar eru að glíma við sín eigin vandamál.

„Þetta er fyrsta rannsóknin sem sýnir að persónuleg einkenni þeirra sem hlusta eða lesa, hafa áhrif á hvernig fólk túlkar tungumál.“ segir  Julie Boland í rannsókn sem hún framkvæmdi.

Rannsóknin fólst í að rannsaka hvernig fólkið sem las texta dæmdi fólkið sem skrifaði.

83 einstaklingar voru fengnir til að lesa yfir svör fyrir augýsingu eftir húshjálp.

Svörin frá húshjálpum sem voru án stafsetningavilla voru talin vera betri en þær sem voru með stafsetningavillum. Hins vegar reyndist stór munur á fólki. Þeir sem létu villurnar fara meira í taugarnar á sér en aðrir – reyndust í prófunum vera líklegri til að vera lokaðir intróvertar en þeir sem létu sér fátt finnast um villurnar. Þeir sem pældu minna í villunum voru líklegri til að hafa opinn huga og afslappaðra hugarfar.

Þannig ef þú ert með einhvern í kringum þig sem kvartar yfir stafsetningavillum – eða er alltaf að leiðrétta þig – þá er það stærsti dómurinn á manneskjunni sjálfri!