Forsíða Húmor Fólk heldur að Will Smith sé að breytast í Uncle Phil úr...

Fólk heldur að Will Smith sé að breytast í Uncle Phil úr „THE FRESH PRINCE OF BEL-AIR“!

Will Smith byrjaði leikaraferilinn sinn í sjónvarpsþáttunum „The Fresh Prince Of Bel-Air“. Þar lék hann vandræðargemling sem hét líka Will Smith og var sendur til að búa með frænku sinni og frænda í Bel-Air.

Í þáttunum lék James Avery frænda hans Will sem hét Phillip Banks eða uncle Phil. Þessir þættir voru sýndir í sex ár frá árinu 1990 til 1996 og þykja enn í dag mjög skemmtilegir.

Myndaniðurstaða fyrir fresh prince of bel air

Will Smith fór í teygjustökk fyrir stuttu og fannst honum það ógeðslega gaman. Hann setti myndbandið af sér á netið og það vakti mikla athygli. Samt var það ekki bara því fólki fannst gaman að sjá Will Smith í teygjustökki heldur líka því að þeim fannst eins og hann væri að breytast í uncle Phil.

Hérna má sjá myndina sem gerði allt vitlaust.

Það er eitthvað til í þessu. Og svo er hægt að sjá myndbandið hér.