Forsíða Afþreying Fólk er búið að horfa á 500 milljónir klukkutíma með þessum LEIKARA...

Fólk er búið að horfa á 500 milljónir klukkutíma með þessum LEIKARA á Netflix! – Kemur mörgum á óvart!

98 milljónir manna eru með aðgang hjá Netflix. Það er líka fátt jafn þægilegt eins og að geta bara kveikt á sjónvarpinu og valið hvað manni langar að horfa á.
Myndaniðurstaða fyrir netflix

En það sem er búið að koma fólki verulega á óvart er það hvað margir eru búnir að horfa á Adam Sandler myndir á Netflix. Síðan Netflix var stofnað er búið að horfa á samanlagt yfir 500 milljónir klukkutíma af Adam Sandler myndum.

Hann gerði díl við Netflix á sínum tíma þar sem hann átti að búa til 4 bíómyndir fyrir fyrirtækið. Eftir að fyrsta myndin „The Ridiculous 6“ komst á toppin hjá þeim var svo bætt við öðrum 4 myndum við samninginn hans svo Adam Sandler mun gera 8 myndir í heildina fyrir Netflix.

Þó að nýjustu myndirnar hjá grínistanum hafa alls ekki fengið góða dóma og hann sjálfur verið nokkrum sinnum tilnefndur sem versti leikari ársins þá virðist fólk samt elska að horfa á myndirnar hans. Fólk er alla vegana búið að eyða rosalegum tíma í það.