Forsíða Lífið Fólk er að öðlast trú á MANNKYNIÐ eftir að þessi mynd dreifðist...

Fólk er að öðlast trú á MANNKYNIÐ eftir að þessi mynd dreifðist um netið! – MYND

Það er til þó nokkuð af fólki sem er ansi svartsýnt á framtíðina, en þessir ungu íþróttamenn eru að fá fólk til að öðlast trú á komandi kynslóð á ný.

Systurnar Lynn Bienvenu og Johannah Stroud voru í jarðaför frænda síns í Denham Springs í Louisiana þegar að hópur af körfuboltaleikmönnum fékk þær til að snarstoppa.

Þessir ungu menn stöðvuðu í miðjum körfuboltaleik svo að þeir gætu sýnt jarðaförinni virðingu – með því að fara niður á annað hné.

Johannah segir að fjölskyldunni hafi þótt einstaklega vænt um þetta og að það hafi verið tilkomumikið þegar að körfuboltaleikmennirnir krupu. Virðingarvotturinn var þeim kær.

Lynn tók mynd af þessu (sjá efst) og birti á samfélagsmiðlum til að tjá þakklæti sitt og fjölskyldunnar.

Ekki bara það, heldur sagði fréttamiðill í Louisiana frá því að körfuboltaleikmennirnir höfðu upp á fjölskyldunni til að votta samúð sína. Lynn hringdi í kjölfarið í skólana í hverfinu til að þakka þeim fyrir ,,gildin sem þeir eru að kenna leiðtogum framtíðarinnar.“

Myndinni hefur verið deilt meira en milljón sinnum og sagan hefur verið sögð á fréttamiðlum um öll Bandaríkin. ,,Fólki hungrar eftir því að sjá góða og hvetjandi hluti.“ sagði Johannah.