Sérstakar forsýningar á kvikmyndina Focus á laugardags- & sunnudagskvöldið kl. 22:40 í Sambíóunum Kringlunni.

Menn verða ekki mikið svalari en Will Smith eða flottari en Margot Robbie. Enda er hér um mynd í alveg sérstökum gæðaflokki að ræða.

Will Smith leikur hér blekkingarmeistara sem fer fyrir hópi svikahrappa í sannkölluðum sérflokki.

Dag einn reynir ung stúlka, Margot Robbie (Wolf of Wallstreet), að tæla Nicky (Will Smith) með það að leiðarljósi að ræna hann. Blekkingarmeistarinn fellur að sjálfsögðu ekki fyrir bragðinu en sér eitthvað við ungu dömuna og tekur hana undir sinn verndarvæng. Það á hinsvegar eftir að hafa afleiðingar …

Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með enda er Focus ótrúlega skemmtilega mynd full af húmor og hasar sem ætti að höfða til allra aldurshópa.

Sjáðu epískt sýnishornið hér fyrir neðan og sjáumst svo í bíó!