Forsíða Lífið Fjölskylda þín og vinir eru hluti af nýjustu SVIKATILRAUNUNUM – Þetta er...

Fjölskylda þín og vinir eru hluti af nýjustu SVIKATILRAUNUNUM – Þetta er hvernig þú getur spottað það!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt í þessu að birta færslu á Facebook og neðangreinda mynd sem útlistar hvernig það er verið að fjölskyldu þína og vini í nýjustu svikatilraununum. Endilega farið yfir þetta og deilið með ykkar nánustu:

Mynd frá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

„Ástæða er til að vara fólk við nýjustu svikatilraununum sem koma inn á borð til lögreglu.
Fólk fær senda beiðni í gegnum Facebook frá td. ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel nánast ókunnugu fólki um að fá upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að leggja pening á reikning viðkomandi. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.

Skilaboðin eru á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum og að það séu einhver tæknileg vandræði með debetkortið, heimabankann eða millifærslur.
Það sem gerist síðan er að millifærslan sem kemur á reikninginn er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.

Það er afar mikilvægt að fólk fari varlega í öllum slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer eða millifæri ekki á aðra nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust.“