Forsíða Lífið Finnst þér fáránlegt að vera grænmetisæta? – Kjötætur borða yfir 7000 dýr...

Finnst þér fáránlegt að vera grænmetisæta? – Kjötætur borða yfir 7000 dýr á ævinni

Animals

„Það er ekki eins og það muni einhverju ef ég hætti að borða kjöt, þá borðar bara einhver annar dýrin“.

Jafnvel þeir sem elska kjöt og munu aldrei taka það í mál að hætta að neyta kjöts geta fengið í magan – Þegar þeir heyra þessar tölur: Að venjuleg kjötæta borði yfir 7000 dýr á ævinni.

Ég veit ekki með ykkur, en það hljómar eins og mjög mikið kjöt – Og ansi mörg dýr sem þurfti að slátra …

giphy

Í grein frá Daily Mail kemur fram að meðalmanneskjan borði 11 kýr, 27 svín, 2.400 kjúklinga, 80 kalkúna, 30 lömb og 4.500 fiska – Og allt áður en þú verður 80 ára gamall eða gömul.

Ef við setjum þetta upp í gróft dæmi, þá er þetta svona um það bil eins og að hver einstaklingur borði heilan bóndabæ. Stóran bóndabæ. Með mörgum hænum.

Og þessi tala inniheldur ekki öll minni og óalgengari dýrin sem þú kannt að borða. Ef þú ert sælkeri sem elskar að prófa eitthvað nýtt, eins og kanínur, rækjur, gæs, önd, kengúru eða hval … Þá getum við sagt með hreinni samvisku að þú megir bæta svona 500 dýrum á listann þinn.

Svo þegar öllu er á botninn hvolft, þá skiptir það kannski smá máli hvort þú borðir kjöt eða ekki …

giphy-1