Forsíða Húmor Fimm ÓVINSÆLUSTU snapparar Íslands – Guð hjálpi þér ef þú ert með...

Fimm ÓVINSÆLUSTU snapparar Íslands – Guð hjálpi þér ef þú ert með þá á þínu Snappi!

Snapchat er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum Íslands í dag. Margir hafa opnað Snapchat-aðgang sinn fyrir almenningi og leyfa hverjum sem er að fylgjast með sér. Sumir ættu samt frekar að sleppa því….

Hér er listi yfir fimm óvinsælustu snappara landsins!Image result for snapchat

#5. AronFolaImage result for ugly country manAronFola er einn af fyrstu snöppurum sem varð óvinsæll hérlendis. Hann not­ar sam­f­lagsmiðil­inn til að sýna frá sínu dag­lega lífi í sveitinni en hann er hrossabóndi og hefur einnig mikinn áhuga á rollum. Í frítíma sínum gerir hann lélegar eftirhermur af allskonar dýrum en sú allra versta er af „háværa hrossinu“. Húm­or­inn er mjög misheppnaður í snöpp­unum hans Arons og því á hann fá aðdá­end­ur.

#4. BjútíbæbínaRelated image

Bína Björt Böðvarsdóttir eða Bjútí Bína eins og hún kallar sig er áhugaförðunarfræðingur og bloggari frá Raufarhöfn. Hún vinnur í sjoppu en samhliða því er hún að snappa og gera hræðilega árshátíðar förðun á stelpur. Hún hefur ferðast mikið um landið og sýn­ir þessum fáu fylgj­end­um sín­um frá ferðalög­unum. Einnig gef­ur hún fylgj­end­um sín­um léleg ráð um tísku, förðun og húðum­hirðu.

#3. DagrunsegoImage result for woman toilet brush

Dagrún Sego er þrifsjúk sex barna húsmóðir og leyfir fylgjendum að fylgjast með sér þrífa íbúðina sína sem er alltaf á hvolfi. Hún skiptir húsverkum niður eftir vikudögum sem virðist samt ekki breyta neinu. Hún þvær þvott mörgum sinnum á dag enda er hún með sjö þvottakörfur og svo tekur hún bílinn í gegn á sunnudögum. Setningin sem er orðið einkenni hennar er „Ef það næst ekki af með sóda breiddu bara yfir það!“.  Dagrún er gífurlega óvinsæl og það eru til svo margar spurningar tengdar þrifum og húsverkum sem hún getur bara ekki svarað!

#2. MummimustacheRelated imageGuðmundur Guðmundsson er mikill húmoristi (eða það heldur hann) en hann og konan hans Katarzyna „Kata“ Szczupak grínast mikið saman á Snapchat. Hann vinnur sem leigubílstjóri og reynir oft að draga viðskiptavini sína með í grínið, sem endar oft illa. Skemmtilegast finnst honum þó að stríða Kötu sinni en það er oftast misheppnað eins og flest sem hann tekur sér fyrir hendur.

#1. PoundpatroRelated imagePoundpatro eða Pálmar Sigurðsson eins og hann heitir réttu nafni er eini „rapparinn“ á Patreksfirði. Hann er að vinna sem sundlaugarvörður á daginn en á kvöldin semur hann ömurlega texta og eitthvað sem hann vill kalla bít. Hann heldur að hann sé mjög fær fit spinnari og fylgjendum hans finnst magnað að sjá hann reyna aftur og aftur, því yfirleitt endar spinnerinn í andlitinu á honum. Pound er að reyna að fá samning í Reykjavík svo hann geti flutt þangað og gerst atvinnu rappari…. Gangi honum vel…