Forsíða Húmor Fimm óborganleg gullkorn sem geta bara komið frá börnum!

Fimm óborganleg gullkorn sem geta bara komið frá börnum!

Eins og við vitum öll þá eru börn hinir sönnu heimspekingar – og hér eru fimm gullmolar sem aðeins þau gætu sagt!

#1
Kennari: Hversu gamall er pabbi þinn?
Davíð: Hann er sex ára?
Kennari: Hvernig færðu það út?
Davíð: Nú af því hann varð bara faðir þegar ég fæddist.
(Einföld lógík barna!)

#2
Kennari:
María sýndu bekknum hvar Ísland er á kortinu.
María: Hérna er það.
Kennarinn: Gott! Jæja krakkar, vitið þið hver fann Ísland?
Svar úr bekknum: María!

#3
Kennarinn
: Hvernig stafar þú krókódíll?
Nemandinn: K-R-Ó-G-Ó-D-Í-L
Kennarinn: Nei, það er ekki rétt.
Nemandinn: Það er kannski ekki rétt – en þú spurði mig hvernig ég stafa það.

#4
Kennarinn: Gísli, ritgerðin þín um hundinn þinn er alveg eins og bróður þíns. Stalstu henni frá honum.
Gísli: Nei – þetta er sami hundurinn.

#5
Kennarinn:
Haraldur, hvað kallarðu þann sem heldur áfram að tala – þótt að manneskjan hafi misst áhugann á honum.
Haraldur: Kennara.