Forsíða Umfjallanir FIFA 19 komin í sölu og RÝKUR út – Ert þú búin...

FIFA 19 komin í sölu og RÝKUR út – Ert þú búin að tryggja þér þitt eintak?

Vinsældir FIFA virðast nokkuð linnulausar – leikurinn kom út nú á dögunum – og hreinlega rauk út úr hillum – og virðist uppseldur á flestum stöðum – en fæst þó í vefverslun Elko – sjá HÉR.

FIFA 19 frá EA Sports er keyrður áfram af Frostbite grafíkvélinni og inniheldur meistaralega upplifun bæði innan vallar og utan. Að þessu sinni er hin margrómaða Meistaradeild kynnt til sögunnar, en samhliða henni verður boðið uppá nýjungar í spilun leiksins sem gerir þér kleift að taka algjörlega stjórnin á vellinum. Upplifðu lokakaflann um Alex Hunter, en hann er uppfullur af dramatík og spennu og ber nafnið The Journey: Champions. Ultimate Team fær nýjan spilunarmöguleika auk nýrra deilda í Career Mode og meira.

FIFA 19 inniheldur Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og UEFA Super Cup.

Spilaðu meðal þeirra bestu í FIFA 19, en leikurinn inniheldur Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og UEFA Super Cup. Þessar keppnir eru sýndar í allri sinni dýrð í leiknum og geta spilarar farið í gegnum þær í fjölmörgum spilunarmöguleikum og upplifað stemminguna sem fylgir hverri keppni. Auk þess inniheldur leikurinn glænýjar lýsingar frá Derek Rae og Lee Dixon.

Champions Edition inniheldur:
– Allt að 20 FIFA Ultimate Team Jumbo Premium Gold Packs
– UEFA Champions League Gold Player
– Neymar að láni í 7 FUT leiki
– Cristiano Ronaldo að láni í FUT 7 leiki
– Special Edition FUT Kits hannað af FIFA Soundtrack Artists

Miðja