Forsíða Afþreying Fannst svo þægilegt að vera nakin að það STUÐAÐI samstarfsfélagana – Jennifer...

Fannst svo þægilegt að vera nakin að það STUÐAÐI samstarfsfélagana – Jennifer Lawrence neitaði að klæða sig – MYNDIR

Jennifer Lawrence stuðaði samstarfsfólk sitt við gerð myndarinnar RED SPARROW.

Í þeirri mynd þá er Jennifer frekar mikið nakin og við tökur á myndinni þá fannst Jennifer betra að vera bara nakin, í staðinn fyrir að fara í og úr fötum á milli taka.

Myndaniðurstaða fyrir jennifer lawrence red sparrow

,,Allt starfsfólkið við gerð myndarinnar lét mér líða svo vel að það er líklegt að ég fór að láta þeim líða illa á einhverjum punkti.“ sagði Jennifer. ,,Því að ég var bara: ,,Ég vil ekki fá slopp. Mér er heitt. Ég er að borða.“ Á meðan allir aðrir voru: ,,Hún þarf að hylja sig.““

Credit: 20th Century Fox

Það getur verið pirrandi að þurfa að klæða sig og svo afklæða sig aftur og aftur, sérstaklega þar sem að kvikmyndasett geta stöðugt verið að byrja og hætta tökum.

Það fyndna er að þetta reyndi ekkert á Jennifer og það sem henni fannst erfiðast var að ná alvöru rússneskum hreim og skila honum vel frá sér – sem hún og gerir.

Jennifer leikur rússneskan njósnara í myndinni sem verður ástfangin af CIA njósnara.

Rússneskir njósnarar eru iðulega látnir vera hálf naktir í bíómyndum og miðað við viðtalið við Jennifer þá er það víst að Red Sparrow er engin undantekning á þeirri ,,reglu“.

Tengd mynd