Forsíða Lífið Fangelsismálastofnun hvetur alla til að ganga frá greiðslusamningi – Nýtt átak frá...

Fangelsismálastofnun hvetur alla til að ganga frá greiðslusamningi – Nýtt átak frá því um áramótin!

Það er rosaleg röskun á lífi fólks að vera handtekið og þurfa að sitja í fangelsi, enda er það ekki að ástæðulausu að farið er sparlega með fangelsisvist við dómskvaðningar á Íslandi – of sparlega að mati sumra. 

En í sumum tilfellum þá er hægt að koma í veg fyrir fangelsisvistina og það er því um að gera að ganga frá greiðslusamningi ef að maður skuldar sekt/-ir eða sakarkostnað – því að nýtt átak hófst um áramótin.

Um áramótin hófst átak þar sem einstaklingar sem skulda sektir hafa verið handteknir og færðir til afplánunar vararefsingar. Nokkuð hefur borið á því að greiðslur hafa verið útvegaðar eftir að afplánun hófst. Handtaka og fyrirvaralítil afplánun er harkalegt inngrip í líf fólks og hvetur Fangelsismálastofnun alla þá sem ekki hafa gengið frá greiðslusamningi við innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar um að gera slíkt hið fyrsta og komast þannig hjá handtöku og afplánun í fangelsi.

Miðja