Forsíða Lífið Fallhlífahermenn á TÍRÆÐISALDRI stukku yfir Normandy – Minntust D-Day sem var fyrir...

Fallhlífahermenn á TÍRÆÐISALDRI stukku yfir Normandy – Minntust D-Day sem var fyrir 75 árum! – MYNDIR

Þann 6. júní árið 1944 hófu Bandamenn alsherjarárás á meginland Evrópu á strönd Normandí – árás sem fékk viðurnefnið D-Day.

Orrustan um Normandí er enn stærsta innrás sögunnar af hafi þar sem nær þrjár milljónir hermanna fóru yfir Ermarsund.

Til að minnast dagsins þá ákváðu 280 fallhlífahermenn, þar á meðal fallhlífahermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, að stökkva úr gömlu Dakota herflugvélunum yfir Normandy .

Paratroopers In Their 90s Parachute Into Normandy For 75th Anniversary Of D-Day Landings

Þar á meðal var Tom Rice, sem er 97 ára gamall, og hann valdi að hoppa út á sama stað og hann fór á D-Day, sem var yfir Carentan.

Hinn síungi Harry Read er 95 ára gamall fallhlífahermaður og hann stökk líka til að minnast dagsins. Harry sást lenda í Sannerville við mikinn fögnuð fólks á staðnum.

Paratroopers In Their 90s Parachute Into Normandy For 75th Anniversary Of D-Day Landings

John Jenkins gat ekki stokkið, enda orðinn 99 ára gamall, en Drottning Bretlands stóð upp og klappaði fyrir honum þegar hann mætti.

Paratroopers In Their 90s Parachute Into Normandy For 75th Anniversary Of D-Day Landings

Hvort sem það var á landi eða í lofti þá var fagnað og klappað fyrir hetjunum sem hættu lífi sínu í þessari árás til að stöðva framgöngu nasista.