Forsíða Afþreying Fáir miðar eftir á STÆRSTU tónleika Íslandssögunnar – Ekki missa af Guns...

Fáir miðar eftir á STÆRSTU tónleika Íslandssögunnar – Ekki missa af Guns N’ Roses!

Líklega hefur ekki farið fram hjá neinum að Guns N’ Roses spila á Íslandi þann 24. júlí næstkomandi. Nú fer hins vegar hver að verða síðastur til að tryggja sér miða á þessa stærstu tónleika Íslandssögunnar. Skv. tónleikahöldurum fer miðum fækkandi – og það þótt rúmur einn og hálfur mánuður sé í showið. Það eru 1.200 miðar í stúku og 3000 miðar í stæði eftir.

Til að gefa hugmynd um þá stórframkvæmd sem þarf að leggjast í – þá verða þrír risaskjáir settir upp á Laugardalsvelli – ásamt öllum búnaðinum. Umfangið má sjá nánar í myndbandinu hér:

Það sem gerir tónleikaferðina Not In This Lifetime…  merkilega er að nú eru í fyrsta sinn – síðan á síðustu öld allir meðlimir Guns N’ Roses með: Axl Rose, Slash og Duff McKagan.

Verða tónleikarnir á Laugardalsvelli þeir síðustu í Evrópulegg tónleikaferðalagsins sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár.

Nú þegar er tónleikaferðalagið orðið það fjórða tekjuhæsta í tónlistarsögunni og enn er tími til að bæta þann árangur. Frá því að fyrstu tónleikarnir í Not In This Lifetime… tónleikaferðalaginu fóru fram í apríl í Bandaríkjunum árið 2016, hafa um 4,2 milljónir aðdáenda sveitarinnar borið hana augum á tónleikastöðum um allan heim. Nú stefnir hratt í að 22 þúsund Íslendingar bætist í þann hóp áður en langt um líður.

Miða á Guns N’ Roses er enn hægt að nálgast á SHOW.IS