Forsíða Hugur og Heilsa Fá FRÍDAGA til að stunda sjálfsfróun – Fyrirtæki í Bretlandi vill að...

Fá FRÍDAGA til að stunda sjálfsfróun – Fyrirtæki í Bretlandi vill að starfsfólk sitt sé kynferðislega fullnægt

Sænski kynlífstækjaframleiðandinn LELO hefur gefið starfsfólki sínu í Bretlandi frídaga svo að þau geti stundað sjálfsfróun.

Þau hafa titlað þessa daga sem „sjálfsástardaga“ (e. self love days) og á þessum 4 auka frídögum á ári þá er starfsfólk fyrirtækisins hvatt til að fullnægja kynferðislegum þörfum og löngunum sínum og fá eins margar fullnægingar og það getur.

Yfirmenn hjá LELO eru staðfastir á því að með þessu muni starfsfólk vera hamingjusamara, þetta muni koma til með að draga úr streitu og auka framleiðni.

LELO er ekki að taka þessa ákvörðun út í bláin, heldur byggja þetta á vísindalegum rannsóknum og rökstyðja ákvörðun sína mjög ákveðið.

Rachael Nsofor er talskona fyrir LELO UK og hún sagði: „Að vera kynferðislega fullnægð/-ur er eitthvað sem við hjá LELO UK teljum vera mannleg réttindi og það er algjörlega ókeypis!“

Ef að þessi sjálfsástardaga tilraun tekst vel hjá LELO UK þá hefur fyrirtækið sagst ætla prófa þetta í fleiri löndum.

Ætli eitthvert íslenskt fyrirtæki ákveði að herma eftir þeim? Eða ætli þetta sé kannski bara framtíðin, þar sem við fáum öll fjóra sjálfsástardaga á ári?

Miðja