Forsíða Lífið Eyddi hálfri milljón í að gefa bænum sínum PUTTANN – „Þau ættu...

Eyddi hálfri milljón í að gefa bænum sínum PUTTANN – „Þau ættu að fá skilaboðin svona!“ – MYNDIR

Ted Pelkey frá Westford í Vermont í Bandaríkjunum ákvað að eyða hálfri milljón í gefa bænum sínum puttann – með því að kaupa risastyttu þar sem að skoðun hans á bænum færi sko ekki á milli mála.

Ted tók ákvörðunina eftir 10 ára baráttu við bæinn um leyfi til að byggja bílskúr.

Puttinn beinist beint að húsunum hjá þeim sem sitja í bæjarstjórn og byggingarráði, og Ted segir að þetta sé nú ekki ætlað til að móðga aðra.

Ted borgaði einmitt hálfa milljón til að láta smíða þessa 350 kílóa viðarstyttu fyrir sig og setti hana á rúmlega 5 metra háa stöng.

„Þau létu mig vaða eld og brennistein, og ég átti það ekki skilið.“ sagði Ted „Svo ég sat eitt kvöldið á barnum og sagði við eiginkonu mína, ‘Hei, ég ætla að láta búa til styttu með miðju puttanum, og láta setja hana upp á lóðinni okkar.'“

Ekki hægt að segja að hann standi ekki við það sem hann segir í glasi.

Þegar bæjaryfirvöld ætluðu að ráðast til að taka styttuna niður þá komust þau að því að styttan er talin vera nýting hans á málfrelsi sínu og að hún er líka vernduð þar sem hún fellur undir Public Art, sem að Ted segir að sé það yndislegasta sem hann hafi nokkurn tímann heyrt á ævinni.

Honum dettur sko ekki í hug að taka niður styttuna á næstunni og er með ljós sem tryggja að hún sjáist vel í myrkri líka – hann ætlar að lýsa upp óréttlætið í stjórn bæjarins.