Forsíða Hugur og Heilsa Eva Dögg og Anna Sóley eru með leyndarmálin til að gera hlutina...

Eva Dögg og Anna Sóley eru með leyndarmálin til að gera hlutina sjálfur!

eva-annaEva Dögg og Anna Sóley eru sjálfkrýndar DIY (eðagerðuðasjálfur) drottningar Íslands. Þær eru búnar að vera að malla og mastera heimagerðar beauty og heimilisremedíur síðan þær áttuðu sig á að heimur versnandi fer og ekkert er betra en góðar stundir með sjálfum sér eða hvor annarri.

Í vetur hafa þær saman séð um DIY þætti Gló bloggsins en þar fyrir utan hafa þær skrifað DIY og dundað með heimagerðar lausnir við flestu í áraraðir. Þær beita sköpunargleði og almennri gleði til að finna lausnir fyrir heimili, líkama og í raun alla þá kvilla sem hrjáð geta mannsandann.

Undanfarna tvo miðvikudaga hafa þær haldið námskeið – og er komið að því þriðja og síðasta á miðvikudaginn næsta 14. desember.

Það sem þú færð út úr því að mæta (fyrir utan skemmtilegt kvöld í góðum hópi) eru:

Fjölmargar lífsnauðsynlegar uppskriftir
Hvað þarf maður að eiga til að byrja
Hvernig maður framkvæmir
Hvernig þú skapar þitt eigið
Hvað getur maður gert heima
Hvað virkar og hvað ekki í DIY
Hugmyndir af skemmtilegum jólagjöfum
Olíur og virkni þeirra – bæði burðar- og ilmkjarnaolíur
Aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem má deila sorgum og sigrum DIY heimsins – fá feedback og heyra hvað aðrir eru að gera.

Og svo það sem þig langar að vita því þú getur spurt endalaust.

Á námskeiðinu 14. desember verður farið í:
– Snyrtivörur, krem og maskar
– Púður, krem, maskar, skrúbbar og almennt aðrar nálganir að snyrtivörum. Það sem þú setur á þig smýgur inn í líkamann svo það er eins gott að geta borðað snyrtivörurnar sínar líka, þó það sé ekki skilyrði að þær séu bragðgóðar.

Öll kvöldin eru eins og hressandi viðbót og sparnaður við jólainnkaupin, svo þetta er win win fyrir alla.

Námskeiðið fer fram í Gló Fákafeni og stendur frá 18:30-20:30 og kostar 5.900 kr. á kvöldið.