Forsíða Hugur og Heilsa Ertu að fá skalla? – Hér eru þrír JÁKVÆÐIR kostir við það...

Ertu að fá skalla? – Hér eru þrír JÁKVÆÐIR kostir við það að vera sköllóttur!

Að fá skalla er eitthvað sem fæsta karlmenn dreymir um. Þetta er tímabil sjálfsefa og erfiðleika fyrir marga.

Það eru hins vegar góðar fréttir við þetta allt. Enda á maður alltaf að líta á jákvæðu hliðar lífsins!

Frank Muscarella sem er sálfræðingur við Barry University – hefur stúderað þetta í þaula og lumar á nokkrum áhugaverðum niðurstöðum:

Fyrir það fyrsta er mörgum konum sem finnast sköllóttir menn vera heitari en þeir sem eru með hár. Jason Statham einhver?

Í öðru lagi sýndi önnur rannsóknað þótt að sumum konum finnist sköllóttir menn ekki meira aðlaðandi en þeir sem eru með hár – þá þykja þeir líklegri til að líta út fyrir að vera gáfaðari, áhrifameiri, betur menntaðir, með hærri status í þjóðfélaginu og hjálpsamari.

Í þriðja lagi þá hefur nýleg rannsókn sýnt að þeir sem eru sköllóttir eða að fá skalla fyrir þrítugt – 45% ólíklegri til að þróa með sér blöðruhálskrabbamein.

Þannig skallinn er ekkert nema snilldin eina!